MANIFESTO

Áhugaleikhús atvinnumanna er peningalaust leikhús

Við lítum á listsköpun sem rannsókn

Við lítum á vinnuna sem áhugamál

Við lítum á verk okkar sem samtal við áhorfandann en ekki neysluvöru

Við metum hugvit meira en peninga

Við vinnum í kosmísku flæði og höfum léttleikann að leiðarljósi

HUGMYNDAFRÆÐI

Áhugaleikhús atvinnumanna er hópur atvinnufólks í sviðslistum sem hefur áhuga á frelsi til óháðrar listsköpunar í leiklist. Áhugleikhús atvinnumanna lítur á leiksýningar sínar sem vettvang til að velta áleitnum spurningum fyrir sér þó ekki sé langt í kímni og kæruleysi. Markmiðið með starfinu er að að skapa framsækin og áleitin sviðslistaverk sem í eðli sínu eru samtal við áhorfendur og eru óháð markaðsöflum. Leikhúsið vill ekki fara í viðskiptasamband við áhorfendur sína og býður þess vegna áhorfendum í samtal án endurgjalds og þiggur ekki aðgangseyri á sýningar sínar. Áhugaleikhús atvinnumanna telur að með því að bjóða áhorfendum endurgjaldslaust að sjá sýningar leikhússins geti hugsanlega myndast hópur áhorfenda sem kynnist annarri tegund sviðslista en þeim sem rekin er af stórum leikhússtofnunum sem bera rekstrarlega og fjárhagslega ábyrgð á umfangsmiklilli markaðsstarfsemi.

VINNUAÐFERÐIR

Leiklist áhugaleikhússins sækir innblástur í myndlist þar sem verkið lýtur sínum eigin lögmálum, óháð söluvænleika eða hefðbundnum kröfum leikhúsgesta. Hér er sviðslist sem talar til áhorfenda án þess að vera meðvirk eða leitast við að þóknast.

Sýningarnar eru unnar með einföldum aðferðum og byggja á sjálfbærri hugsun. Öll umgerð sýninganna er einföld og efni sem notað er í sýningarnar er notað, gefins og fengið að láni enda er markmið leikhússins að gera sem mest með sem minnstum tilkostnaði. Heimspeki leikhússins er að hugvit og sköpunargáfa er stærsta verðmæti sem heimurinn á og leggur því áherslu á að launa listamenn sína fyrir hugvit og sköpun. Þannig má segja að Áhugleikhús atvinnumanna sé “fátækt leikhús” í veraldlegum skilningi en “ríkt leikhús” í listrænum skilningi. 

ÞÁTTAKENDUR

Listrænn stjórnandi

Steinunn Hildigunnur Knúts-Önnudóttir

Leikarar:

  • Aðalbjörg Árnadóttir
  • Arndís Hrönn Egilsdóttir
  • Árni Pétur Guðjónsson
  • Kristjana Skúladóttir
  • Hannes Óli Ágústsson
  • Jórunn Sigurðardóttir
  • Lára Sveinsdóttir
  • Magnús Guðmundsson
  • Orri Huginn Ágústsson
  • Ólafur Steinn Ingunnarson
  • Ólöf Ingólfsdóttir
  • Sveinn Ólafur Gunnarsson

Börn:

  • Adam Freyr Aronsson
  • Hera Magdalena Steinunnar Eiríksdóttir
  • Katla Helga Thorlacius Jónsdóttir
  • Sverrir Páll Einarsson

Aðrir listamenn sem hafa átt innlegg í verk Áhugaleikhús atvinnumanna 2005 – 2015

  • Gígja Hólmgeirsdóttir, sviðshöfundur
  • Halldóra Malín Pétursdóttir, leikari
  • Harpa Arnardóttir, sviðslistakona
  • Hákon Már Oddson, kvikmyndagerðarmaður
  • Hilmar Örn Hilmarsson, tónskáld
  • Hrafnhildur Hagalín, textahöfundur
  • Ilmur Stefánsdóttir, leikmyndahöfundur
  • Ingibjörg Ýr Skarphéðinsdóttir, tónskáld
  • Kristín Valsdóttir, tónlistarkona
  • Nanna Hlíf  Ingvarsdóttir, tónlistarkona
  • Margrét Pálmadóttir, tónlistarkona
  • Marta Nordal, sviðslistakona
  • Rúnar Guðbrandsson, sviðslistamaður
  • Una Stígsdóttir, leikmyndahöfundur

Börn:

Áslaug Edda Kristjánsdóttir, Benedikt Jens Magnússon, Dagur Máni Sunnuson, Dúna Pálsdóttir, Erlen Isabella Einarsdóttir, Eva Steinunn Harðardóttir, Freyja Gyðudóttir Gunnarsdóttir, Hrafn Sverrisson, Hugrún Lóa Kvaran, Inga Sóley Kjartansdóttir, Jóhannes Lárus Helgason, Katrín Nótt Birkisdóttir, Maja Meixin Aceto, Ólafur Steinar Ragnarsson, Ólína Stefánsdóttir, Ómar Atli Viggósson, Rannveig Gréta Gautsdóttir, Salka Grímsdóttir, Sunna Líf Arnarsdóttir, Telma Sól Sulem